Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 323 . mál.


491. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 80/1966, um kísilgúrverksmiðju við Mývatn.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „45%“ í 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: 36%.

2. gr.

    Við lögin bætist ný grein er verður 12. gr. laganna og orðast svo:
    Starfræktur skal sérstakur sjóður sem hafi það hlutverk að kosta undirbúning aðgerða til þess að efla atvinnulíf í þeim sveitarfélögum sem nú eiga verulegra hagsmuna að gæta vegna starfsemi framleiðslufélagsins.
    Ráðstöfunarfé sjóðsins skal vera:
     1 .     20% af námagjaldi framleiðslufélagsins til ársins 2001.
     2 .     68% af námagjaldi framleiðslufélagsins frá og með árinu 2002 til og með árinu 2010.
     3 .     Allt að 20% af tekjum ríkisins sem eiganda framleiðslufélagsins samkvæmt heimildum í fjárlögum hverju sinni.
    Stjórn sjóðsins skal skipuð einum fulltrúa framleiðslufélagsins, einum fulltrúa Skútu staðahrepps, einum fulltrúa Húsavíkurbæjar, einum fulltrúa samgönguráðherra, einum full trúa umhverfisráðherra og einum fulltrúa iðnaðarráðherra sem jafnframt skal vera formaður stjórnarinnar.
    Iðnaðarráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um sjóð þennan.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 1. gr. koma til framkvæmda við álagningu gjalda á árinu 1995 vegna tekna á árinu 1994.

4. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Við gildistöku laga þessara skal skattstjóri endurákvarða tekjuskatt sölufélags og fram leiðslufélags vegna tekna ársins 1993 samkvæmt lögum nr. 80/1966 og skal skatthlutfall við þá endurákvörðun vera 36%. Endurgreiða skal félögunum þann mismun sem kann að mynd ast við þessa endurákvörðun frá álagningu tekjuskatts félaganna á árinu 1994 vegna tekna ársins 1993.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Eins og lög um kísilgúrverksmiðju við Mývatn bera með sér var ríkisstjórninni heimilt að kveða svo á með samningi að þau félög sem stofnuð voru til að framleiða og selja kísilgúr úr Mývatni greiði hvort um sig einn tekjuskatt í stað annarra skatta. Skatthlutfallstalan var ákveðin 45% en jafnframt var ríkisstjórninni heimilað að kveða svo á að skattur framleiðslu félagsins fari eigi niður út tilteknu marki fyrir hvert skattár án tillits til tekna. Lágmarksskattgreiðsla þessi er 15.000 bandarískir dalir.
    Á síðustu tveimur árum hafa verið gerðar breytingar á skattlagningu hlutafélaga hér á landi. Skatthlutfallið var lækkað úr 45% í 33%, en jafnframt var afnumin heimild til skatt frjáls framlags í fjárfestingarsjóð og skattfrjáls útborgun arðs lækkuð úr 15% af nafnverði hlutafjár í 10%.
    Rétt þykir að gera hliðstæðar breytingar á skatthlutfallstölu laga nr. 80/1966 er í reynd urðu hjá innlendum fyrirtækjum. Fjármálaráðuneytið hefur metið það svo að umræddar breytingar á skattalögum hafi leitt til lækkunar á skatthlutfalli hlutafélaga um tæplega 6% af hagnaði eða um 17% af álögðum tekjuskatti. Svarar það til þess að lækka skatthlutfall laga nr. 80/1966 í 36–39%.
    Í ljósi þessa alls er því lagt til að skatthlutfallstala 1. mgr. 9. gr. laga um kísilgúrverk smiðju við Mývatn verði lækkuð úr 45% í 36% og að breyting þessi verði látin gilda frá og með álagningu ársins 1994 vegna rekstrar á árinu 1993.
    Hinn 7. apríl 1993 var námaleyfi Kísiliðjunnar hf. endurnýjað. Í námaleyfinu var mælt fyrir um stofnun sjóðs sem ætlað er að kosta undirbúning aðgerða til að efla atvinnulíf í þeim sveitarfélögum sem nú eiga verulegra hagsmuna að gæta vegna starfsemi Kísiliðjunnar. Ráðstöfunarfé sjóðsins er tiltekinn hluti af námagjaldi verksmiðjunnar. Æskilegt þykir að renna styrkari stoðum undir nefndan sjóð. Í því skyni er lagt til að bætt verði við nýrri grein við lögin um kísilgúrverksmiðju við Mývatn þar sem tilvist, tilgangur og tekjur sjóðsins eru bundnar í lög. Jafnframt er lagt til að ráðstöfunarfé sjóðsins verði aukið með þeim hætti að heimilt verði að láta renna til sjóðsins allt að 20% af tekjum ríkisins sem hluthafa Kísiliðj unnar hf. Heimild þessi nær því ekki til skatttekna ríkisins af nefndri verksmiðju.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 80/1966,


um kísilgúrverksmiðju við Mývatn.


    Frumvarpið miðar að því annars vegar að lögfesta ákvæði í námaleyfi útgefnu af iðnaðar ráðherra 7. apríl 1993 og breyta ákvæði um skatthlutfallstölu í 9. gr. laganna.
    Í námaleyfinu, sem áformað er að verði 12. gr. laganna, er ákvæði um stofnun sérstaks sjóðs með það hlutverk að kosta undirbúning aðgerða til að efla atvinnulíf í þeim sveitarfé lögum sem nú eiga verulegra hagsmuna að gæta vegna rekstrar verksmiðjunnar. Ráðstöfun arfé sjóðsins er 20% af námagjaldi framleiðslufélagsins til ársins 2001, en 68% af námaleyf isgjaldinu frá og með árinu 2002 til og með árinu 2010. Einnig skulu renna til sjóðsins allt að 20% af tekjum ríkisins sem eiganda framleiðslufélagsins samkvæmt heimildum í fjárlög um hverju sinni. Þá er ákvæði um hvernig stjórn sjóðsins skuli skipuð.
    Gjald fyrir námaleyfið er nú 130 kr. fyrir hverja smálest af fullunnum og þurrvegnum sí unarefnum og aukavörum úr kísilgúr sem framleidd eru í verksmiðjunni á hverju almanaks ári og seld og flutt þaðan. Það hefur gefið um 2,5–3,0 m.kr. á ári, en 20% af því mundi gefa sjóðnum 500–600 þús. kr. árlega. Árið 2002 er áformað að hækka gjaldið í 325 kr./smálest sem þýðir 7–8 m.kr. á ári og eftir hækkun hlutfallsgreiðslna til sjóðsins úr 20% í 68% koma í hans hlut 4,7–5,4 m.kr. á ári. Gert er ráð fyrir að til ráðstöfunar verði til hluthafa 40–50 m.kr. á ári í formi arðs eða breytinga á hlutafé. Í hlut ríkisins kæmu af þeirri fjárhæð 20–25 m.kr. og þar af 4–5 m.kr. til sérstaka sjóðsins.
    Frumvarpið gerir ráð fyrir að breyta skatthlutfallstölu í 9. gr. laganna um kísilgúrverk smiðju við Mývatn úr 45% í 36% til samræmis við hliðstæðar breytingar á skattlagningu hlutafélaga hér á landi á síðustu tveimur árum eins og segir í athugasemdum við frumvarpið. Verði frumvarpið að lögum má gera ráð fyrir að tekjutap ríkissjóðs verði um 8,3 m.kr. árið 1994 sem breytist síðan í hlutfalli við afkomu fyrirtækisins.